Hætta á loftbornum smitum á aðventunni

Skjáskot úr myndbandi The Washington Post þar sem andardráttur er …
Skjáskot úr myndbandi The Washington Post þar sem andardráttur er sýndur með myndavél með innrauðu ljósi. Ljósmynd/Skjáskot

Á meðan veturinn færist yfir af fullum þunga vestanhafs eru smitum enn að fjölga í Bandaríkjunum. Tæplega 300 þúsund manns er látin úr Covid-19 og vísindamenn læra meira og meira um veiruna með hverjum deginum.

Eitt af því sem vísindamenn telja nú víst er að veiran smitast meira loftborið en áður var talið. Flestir smitast vegna nálægðar eða snertingar en undir ákveðnum kringumstæðum getur fólk smitast loftborið þrátt fyrir tveggja metra fjarlægð sín á milli. The Washington Post tók saman.

Agnarsmáir dropar og smáeindir sem sýktur einstaklingur andar frá sér getur varið í loftinu í mínútur, jafnvel klukkustundir.

Til þess að sýna myndrænt hvernig loftborin smit virka útbjuggu Washington Post myndband þar sem stuðst er við myndavél með innrauðu ljósi sem m.a. eru notuð við hernað og leit að fólki. Myndavélin er nákvæm og getur fest andardrátt fólks á filmu. Rætt er við sérfræðinga sem fara yfir hvernig möguleg smit verða við andardrátt.

Í myndbandinu má m.a. sjá hvernig veiran getur dreifst noti fólk ekki grímu á réttan hátt. Þá kemur fram að aðventan, hátíð fjölskyldunnar sé áhættutími vegna aðstæðna í fjölskylduboðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert