Jákvæður lærdómur síðasta árs

Notkun á fjarfundabúnaði hefur aukist gríðarlega á síðasta ári og …
Notkun á fjarfundabúnaði hefur aukist gríðarlega á síðasta ári og í samræmi við það og sóttvarnareglur verður fundurinn fjarfundur. AFP

Hver var jákvæður lærdómur af síðasta ári þar sem Covid-19 var stærsta úrlausnarefnið? Reynt verður að varpa ljósi á það á nýsköpunardegi hins opinbera, en hann er í dag haldinn í annað sinn. Hefst dagskrá klukkan 9, en í brennidepli verður ekki síst hvernig stafrænar lausnir hafa nýst vel og framtíðin í stafrænum umbreytingum.

Meðal annars mun heilsugæslan segja frá því hvernig tekið var stafrænt heljarstökk þegar veiran bankaði upp á, svo hægt væri t.d. að tryggja snurðulausar sýnatökur fyrir mikinn fjölda fólks á degi hverjum.

Yfirskrift dagsins í ár er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu: Lærdómar til framtíðar. Um fjarviðburð er að ræða sem hægt verður að fylgjast með í streymi hér að neðan á milli klukkan 9 og 11:30. Fyrir neðan spilarann má sjá dagskrána í heild sinni.

Dagskráin fyrri hluta dags samanstendur af fræðslu og reynslusögum opinberra aðila en eftir hádegið er hver og einn vinnustaður hvattur til að skipuleggja nýsköpunardagskrá hjá sér ásamt því að Nýsköpunarmolar ólíkra stofnana verða í boði.

Dagskrá Nýsköpunardagsins:

09:00 Dagurinn hefst. Kynnir dagsins er Þröstur Sigurðsson hjá Stafrænni Reykjavík.

Góð samvinna:

Hvernig höldum við því jákvæða sem síðustu mánuðir hafa kennt okkur? Lene Jeppesen, Miðstöð opinberrar nýsköpunar Danmörku.

Reynslusaga: Frá viðbragði til uppbyggingar fyrir viðkvæmustu hópana. Tryggvi Haraldsson, félagsmálaráðuneytinu, og María Kristjánsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Framúrskarandi þjónusta:

Hvert er hlutverk starfsmanna í stafrænum umbreytingum? Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafrænt Ísland.

Reynslusaga: Stafrænt heljarstökk heilsugæslunnar. Ingi Steinar Ingason, embætti landlæknis, og Ragnheiður Erlendsdóttir, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Öflugur mannauður:

Hið mannlega í síbreytilegu umhverfi. Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Reynslusaga: Mannauðurinn á tímum áskorana. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

10.40 Umræðuhópar á ZOOM um samvinnu, þjónustu og mannauð.

11.00 Bergur Ebbi með skilaboð inn í nýtt ár.

11:30 Lok dagskrár.

Eftir hádegi

Eftir hádegi verður boðið upp á nýsköpunarmola frá vinnustöðum, þar sem sagt verður frá þeim nýsköpunarverkefnum sem hrint hefur verið í framkvæmd á liðnu ári.
Tenglar verða settir undir þema á nýsköpunarþema þegar nær dregur og tímasetningar á kynningunum. Boðið verður upp á spurningar og umræður í lok kynninga. Hvert þema verður um klukkustund.

Snjallvæðing á þjónustu 12:30-13:30
• Innleiðing á rafrænu ferli kærumála – Kári Gunndórsson, nefndarmaður hjá úrskurðanefnd velferðarmála
• Innleiðing á snjallmenninu Vinný – Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun
• Innleiðing velferðartækni – Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri velferðartæknismiðju
Tengill á fund 

Nýsköpun í vinnustaðamenningu 13:30-14:30
• Nýsköpun í stjórnun og breytt skipurit – Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa
• Verkefnamiðað vinnuumhverfi og fjarvinna – Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
• Betri vinnutími – Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins

Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu – 14:30-15:30 
• Aukin þróun og notkun á Heilsuveru á tímum COVID-19 – Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna, embætti landlæknis
• Þróun COVID-19 göngudeildarinnar – Runólfur Pálsson, forstöðumaður lækninga
• Samkeyrsla birgðayfirlits og innkaupa hjá Landspítala – Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítala

Upplýsingar fyrir skráningu á fundinn

https://us02web.zoom.us/j/82034643613?pwd=dTRicXlOdCtoYUgvQ0FLMHVncGUxdz09

Meeting ID: 820 3464 3613
Passcode: 426492

Nýsköpun sveitarfélaga í Covid – hvernig getum við viðhaldið jákvæðum breytingum? – 14:30-15:30

Covid-reynsla og lærdómar úr tveimur sveitarfélögum

Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu í Reykjanesbæ
Reynsla Reykjavíkurborgar af þjónustuhönnun sem aðferð til nýsköpunar

Andri Geirsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Björk Brynjarsdóttir, þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar
Umræður

Fundarstjóri Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóri stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

mbl.is