Eldflaug SpaceX sprakk við lendingu

Ómönnuð Starship SN10 frá SpaceX hefst á loft í nótt.
Ómönnuð Starship SN10 frá SpaceX hefst á loft í nótt. AFP

Allt er þegar þrennt er? Ekki gekk það eftir hjá SpaceX þar sem ómönnuð eldflaug geimferðafyrirtækisins sprakk á jörðu niðri í gær eftir flug og lendingu sem virtust ganga vel, skömmu eftir tvær aðrar tilraunir til flugs sem enduðu með sprengingu.

Um er að ræða áframhaldandi vandræðagang með frumgerð eldflaugarinnar Starship sem vonir eru bundnar við að muni lenda á Mars þegar fram líða stundir. 

„Falleg og mjúk lending,“ sagði lýsandi SpaceX í útsendingu frá reynslufluginu þrátt fyrir að logar stæðu úr neðri enda eldflaugarinnar og starfsfólk SpaceX reyndi að slökkva eldanna. Nokkrum mínútum síðar sprakk eldflaugin, skaust við það upp í loftið og hrundi aftur til jarðar.

Ekki komu fram útskýringar á sprengingunni í umfjöllun um atvikið á heimasíðu SpaceX.

„Starship lenti í heilu lagi!“ tísti Elon Musk, stofnandi og meirihlutaeigandi SpaceX, hæðnislega í gær. 

Nýjasta frumgerð Starship, sem hefur verið kölluð SN10 og er númer 10 í röðinni, hófst á loft skömmu fyrir miðnætti í Boca Chica í Texas. 

mbl.is