Lyf við íslensku blæðingunni

Hákon Hákonarson er stjórnandi rannsóknarinnar og aðalhöfundur greinarinnar sem birtist …
Hákon Hákonarson er stjórnandi rannsóknarinnar og aðalhöfundur greinarinnar sem birtist í Nature Communications fyrr í vikunni. Ljósmynd/aðsend

Gerð er grein fyrir uppgötvun á lyfi sem notað er til að meðhöndla arfgenga íslenska heilablæðingu í grein íslenskra og bandarískra vísindamanna í tímaritinu Nature Communications.

Unnið er að klínískri rannsókn sem lofar góðu, að sögn Hákonar Hákonarsonar, forstjóra erfðarannsóknamiðstöðvar barnaháskólasjúkrahússins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, og sagt verður frá í vísindagrein síðar á árinu. Þar kemur meðal annars fram að lyfið geti haft jákvæð áhrif á arfgengt minnisleysi.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að lyfið getur komið í veg fyrir framvindu arfgengu íslensku heilablæðingarinnar hjá þeim sem eru arfberar að stökkbreytingu í tilteknu geni. Hér á landi er vitað um 25 arfbera en Hákon segir að samkvæmt upplýsingum úr ættfræðigrunni Íslendinga séu mun fleiri líklegir til að bera genið en hafi ekki verið prófaðir. Vonast Hákon til að hægt verði að kanna þetta betur með skimun hjá þeim íslensku fjölskyldum sem vitað er að hafa sjúkdóminn. Tilgangurinn er að geta boðið fólkinu upp á meðferð. Unnið er að því að þróa áhrifameira lyf á þessum grunni og verður það sett á markað í fyllingu tímans.

Til viðbótar gagnsemi lyfsins við meðferð fólks með arfgenga íslenska heilablæðingu kann það að nýtast í meðferð við arfgengu minnisleysi eða jafnvel alzheimersjúkdómnum. Það verður rannsakað frekar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »