Sekta Google um 73 milljarða

Google fékk 135 milljón króna sekt frá franska netöryggisráðinu í …
Google fékk 135 milljón króna sekt frá franska netöryggisráðinu í desember. AFP

Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi hafa sektað tæknirisann Google um hálfan milljarð evra, eða sem nemur rúmum 73 milljörðum króna, fyrir að ganga ekki hreint til verks í samningaviðræður við franska fjölmiðla. Deilan snýr að höfundaréttargreiðslum og heimild Google til að birta fréttabúa frá fjölmiðlum í leitarniðurstöðunum sínum.

Sektin er sú hæsta í sögu franskra samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðuninni er þess krafist að tæknirisinn greiði fjölmiðlunum sanngjarna þóknun fyrir notkun efnis þeirra. Google þarf að gera tilboð í notkun efnis miðlanna ellegar mun eftirlitið leggja dagsektir allt að 900.000 evrum.

Sögðu umferðina endurgjald fyrir notkun efnis

Google hefur lengi vel birt ljósmyndir, textabúta og myndbrot í leitarniðustöðum sínum sem leiða inn á síðu fjölmiðilsins ef notandinn smellir á efnið. Tæknirisinn hafði áður haldið því fram að miðlarnir fengju þetta tjón sitt bætt þar sem leitarvélin beindi fjölda notenda á vefsíðu og greinar þeirra.

Sömdu við tvo fjölmiðla

Google hefur þegar samið við fjölmiðlanna Le Monde og Le Figaro um höfundaréttargreiðslur vegna efnis þeirra en aðrir hafa setið í kuldanum. Samkeppniseftirlitið segir margt benda til þess að Google hafi ekki raunverulega haft hug á að semja við aðra miðla.

Fjölmiðlar víðsvegar um Evrópu biðu ákvörðunarinnar með eftirvæntingu þar sem hún er sú fyrsta sem varðar grannréttarlöggjöf Evrópusambandsins og höfundarétt útgefenda. 

mbl.is