Fjarlægja efni gegn bólusetningum

YouTube.
YouTube. AFP

Samfélagsmiðillinn Youtube tilkynnti í dag að röngum upplýsingum um bólusetningar við Covid-19 verði eytt af efnisveitunni. 

Myndskeiðum verður þannig eytt ef þau innihalda fullyrðingar um að bólusetningar séu hættulegar, valdi krabbameini, einhverfu eða ófrjósemi. 

Þá verður Youtube-síðum einstaklinga sem deila slíkum upplýsingum einnig eytt. 

Samfélagsmiðlar og önnur tæknifyrirtæki hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi vegna rangra upplýsinga um kórónuveiruna. 

mbl.is