Rússneska Hydra-huldunetinu lokað

Skjámynd af vefsíðunni ciphertrace.com
Skjámynd af vefsíðunni ciphertrace.com

Þýsk lögregluvöld lokuðu rússneska huldunetinu Hydra í dag, en það er eitt stærsta ólöglega neðanjarðarmarkaðskerfi heimsins. Lögreglan sagðist hafa lagt hald á 23 milljónir evra við lokunina.

Dulkóðun til að fela fótsporin

 Hydra huldunetið var stofnað árið 2015 og þar fór fram sala á ólöglegum eiturlyfjum, upplýsingum af stolnum kreditkortum, fölsuðum peningum og fölsuðum skjölum. Þeir sem viðskiptin stunduðu notuðu dulkóðun frá Tor til að fela fótspor sín.

Talið var að 17 milljónir manna væru reglulegir notendur huldunetsins og meira en 19 þúsund söluaðilar samkvæmt upplýsingum frá þýsku lögreglunni.

Umfjöllun á Ciphertrace um Hydra huldunetið

Gífurleg peningavelta

„Hydra huldunetið var líklega það neðanjarðarhagkerfi sem hafði mesta veltu á heimsvísu,“ og er talið að sala á netinu hafi verið yfir 1,23 milljarðar evra árið 2020 segir í tilkynningu frá þýsku lögreglunni. „Nú hafa rannsakendur tekið yfir stjórnina á netþjónum Hydra í Þýskalandi og búið er að loka huldunetinu.“

Nú beinist rannsóknin að söluaðilum huldunetsins og ekki er enn vitað hvort Hydra hefur einnig verið starfrækt í öðrum löndum, en gert er ráð fyrir að miðstöð huldunetsins hafi verið í Þýskalandi, sagði talsmaður rannsóknarstarfsins í Frankfurt við afp-fréttaveituna.

Rannsóknin á Hydra huldunetinu hófst í ágúst 2021 og nutu Þjóðverjar stuðnings bandarískra valda. Erfiðleikar við að rekja rafmyntina vegna hulunnar „Bitcoin Bank Mixer“ sem notendum Hydra var boðið upp á hefur gert rannsóknina sérstaklega snúna.

Bandaríkin, Rússland, Úkraína og Kína stærstu notendurnir

Hydra huldunetið er með vefsíður sem eingöngu er hægt að nálgast með sérstöðum hugbúnaði eða sérstöku leyfi, sem er gert til að tryggja nafnleynd notendanna. Aukin áhersla hefur í alþjóðalagaumhverfinu að að koma böndum yfir þessi huldunet eftir að gífurleg aukning varð á þessari starfsemi í kórónafaraldrinum. Þau lönd sem toppa listann í notkun á huldunetum eru Bandaríkin, Rússland, Úkraína og Kína, þegar tekið er tillit til peningaverðmætis sem fer í gegnum síðurnar samkvæmt skýrslu frá rannsóknarfyrirtækinu Chainanalysis.

Í sömu skýrslu kemur fram að 75% allra ólöglegra viðskipta á huldunetum árið  2020 hafi farið í gegnum Hydra huldunetið. „Hydra er stærsti vettvangur rafmyntaglæpa í Evrópu, en álfan státar nú af þeim vafasama titli að hafa vinninginn í glæpum sem greitt er fyrir með rafmyntum,“ segir í skýrslunni.

Vinsældir jukust með dreifingarkerfi

Huldunetið varð mjög vinsælt eftir að útbúin var einskonar dreifingarkerfi að hætti Úber-bílaþjónustunnar, þar sem nafnlausir dreifingaraðilar fluttu varning á fyrirframákveðna staði fjarri mannaumferð. “Með þessum hætti hittust aldrei seljendur og kaupendur og engin áhætta var tekin með póstsamgöngum,” segir í skýrslunni.

Í fyrra lokaði þýska lögreglan öðru ólöglegu markaðssvæði á huldunetinu, DarkMarket, sem þá hafði yfir hálfa milljón notanda og 2400 söluaðila út um allan heim. Þar var einnig verið að selja eiturlyf og falsaða peninga og skilríki auk ýmissa tölvuvírusa,” var þá haft eftir rannsóknaraðilum.

mbl.is