Almyrkvi sést í nótt ef veður leyfir

Deildarmyrkvinn hefst klukkan 02:28.
Deildarmyrkvinn hefst klukkan 02:28. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ef veður leyfir sést almyrkvi á tungli frá Íslandi aðfaranótt mánudags, 16. maí. Sævar helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, vekur athygli á þessu. 
Deildarmyrkvi hefst klukkan 02:28 og klukkustund síðar verður tunglið almyrkvað og segir Sævar að þá taki það á sig blóðrauðan blæ.
 
„Tunglið er almyrkvað þegar það sest undir sjóndeildarhringinn frá Reykjavík kl. 04:15,“ segir Sævar.
 
„Tunglið er lágt á lofti þessa nótt svo huga þarf að því hvorki byggingar né fjöll skyggi á útsýnið til suðurs og suð-suðvesturs. Himinninn er heldur ekki fullkomlega dimmur sem dregur aðeins úr glæsileiknum.“

mbl.is