Moderna í mál við Pfizer vegna Covid-19 bóluefnis

Líftæknifyrirtækin Moderna og Pfizer standa nú í erjum vegna bóluefnis …
Líftæknifyrirtækin Moderna og Pfizer standa nú í erjum vegna bóluefnis gegn Covid-19 sem að fyrirtækin þróuðu á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. AFP

Líftæknifyrirtækið Moderna hefur höfðað mál gegn Pfizer og BioNTech og sakar fyrirtækin tvö, sem eru samstarfsaðilar, um að hafa brotið gegn einkaleyfi Moderna þegar að samstarfsaðilarnir Pfizer og BioNTech þróuðu sitt eigið bóluefni.

„Moderna telur að Pfizer og BioNtech hafi brotið gegn einkaleyfum sem Moderna sótti um frá 2010 til 2016 sem ná yfir grunn mRNA-tækni Moderna,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Heldur Moderna því fram að samstarfsfyrirtækin hafi notað sömu tækni til að þróa bóluefnið Comirnaty sem að mörg milljón manns þáðu á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð.

mRNA-tæknin sem Moderna og Pfizer-BioNTech nota í bóluefnin sín er frábrugðin tækni sem önnur fyrirtæki nota í sín bóluefni. Bóluefni Moderna og Pfizer-BioNTech notast ekki við veikta vírusa til að aðstoða ónæmiskerfið við að skapa mótefni. Er því margt líkt með bóluefnum fyrirtækjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert