Loftlagsbreytingar aukast enn

Magn gróðurhúsalofttegunda og hækkun sjávarborðs náði nýjum hæðum í fyrra.
Magn gróðurhúsalofttegunda og hækkun sjávarborðs náði nýjum hæðum í fyrra. AFP

Magn gróðurhúsalofttegunda og hækkun sjávarborðs náði nýjum hæðum í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar, NOAA, sem sýnir að loftslagsbreytingar halda áfram að aukast þrátt fyrir tilraunir til að hefta losun.

„Gögnin sem kynnt eru í skýrslu þessari eru skýr, við sjáum trekk í trekk sannfærandi vísindalegar sannanir um að loftslagsbreytingar hafi hnattræn áhrif og engin merki eru um að þau séu að hægja á sér,“ segir Rick Spinrad, stjórnandi NOAA, um umrædda skýrslu.

Magn gróðurhúsalofttegunda hefur farið hækkandi þrátt fyrir að dregið hafi úr losun jarðefndaeldsneyta árið áður þar sem hagkerfi heimsins hægðist töluvert vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Í skýrslu NOAA kemur fram að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hafi verið 414,7 hlutar á milljón árið 2021, 2,3 hlutum hærri en árið 2020.

Þá hækkaði sjávarborð tíunda árið í röð og náði nýju meti frá því að mælingar hófust árið 1993.

Rick Spinrad, stjórnandi bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar, NOAA.
Rick Spinrad, stjórnandi bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar, NOAA. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert