Bose Earbuds II heyrnartólin komin á markað

Noise cancellation tæknin í heyrnartólunum hefur verið endurhönnuð frá grunni.
Noise cancellation tæknin í heyrnartólunum hefur verið endurhönnuð frá grunni. Ljósmynd/Aðsend

Nýjustu Bose Earbuds II heyrnartólin koma út á morgun hér á landi.

Noise cancellation tæknin í heyrnartólunum hefur verið endurhönnuð frá grunni. Tapparnir aðlaga sig að eyrum hvers og eins til þess að eyða umhverfishljóðum sem best, að því er kemur fram í tilkynningu frá innflytjendum.

Earbuds II eru nokkru minni en fyrri gerð og sitja mun betur í eyrunum. Hægt er að velja á milli níu mismunandi samsetningar á stærð tappanna.

Heyrnartólin eru einnig gagnleg til að taka símtöl, en þau hafa átta hljóðnema til þess að eyða umhverfishljóðum úr símtalinu.

Þau eru útbúin vörn sem þolir raka og svita. Rafhlöðuendingin er 6 klukkustundir og með fylgir hleðslutaska sem geymir auka 18 klukkustunda hleðslu.

Bose Earbuds II heyrnartólin koma út á morgun hér á …
Bose Earbuds II heyrnartólin koma út á morgun hér á landi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is