Greiða starfsmönnum bónusa fyrir að mæta til vinnu

Margir bíða óþreyjufullir eftir nýja iP­ho­ne 14 Pro og iP­ho­ne …
Margir bíða óþreyjufullir eftir nýja iP­ho­ne 14 Pro og iP­ho­ne 14 Pro Max. AFP/Brittany Hosea-Small

Foxconn, helsti und­ir­verktaki Apple, býður nú starfsmönnum sínum bónusa fyrir að mæta aftur til vinnu en risavaxinni verksmiðju fyrirtækisins í borg­inni Zhengzhou í Kína var lokað í síðasta mánuði eftir að kór­ónu­veiru­smit­um hafði fjölgað.

CNN greinir frá því að Foxconn muni borga starfsfólki sem var frá vinnu 10. október til 5. nóvember 500 kínversk yuan, eða um tíu þúsund krónur, fyrir að mæta aftur til vinnu. Nýir starfsmenn fá greitt 30 yuan á klukkustund, eða um 600 krónur. 

Er smit greindust í verksmiðjunni tóku starfsmenn að forða sér út um glugga og klifra yfir girðingu til að komast undan því að þurfa að dúsa á vinnustaðnum.

Vegna smitanna er gert ráð fyrir að seinkun verði á framleiðslu nýja iPhone-símans þar sem eftirspurn eykst fyrir jólahátíðina. 

Kín­versk­ir starfs­menn í verk­smiðju Foxconn factory í Shenzhen í suður­hluta …
Kín­versk­ir starfs­menn í verk­smiðju Foxconn factory í Shenzhen í suður­hluta Kína árið 2010. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert