Líkur á norðurljósastormi í kvöld

Auroraforecast.is birtir upplýsingar um geimveðrið, segulsviðið og skýjahulu yfir Íslandi.
Auroraforecast.is birtir upplýsingar um geimveðrið, segulsviðið og skýjahulu yfir Íslandi. Mynd/Skjáskot af Auroraforecast.is

Í kvöld má búast við björtu veðri en stormi í geimnum, sem eru góðar aðstæður fyrir björt og kröftug norðurljós.

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir frá þessu og bendir á íslenska vefinn Auroraforecast.is sem birtir upplýsingar um geimveðrið, segulsviðið og skýjahulu yfir Íslandi. Þar er að finna allt það mikilvægasta sem fólk í norðurljósaleit þarf að vita.

„Norðurljósin verða til þegar hraðfleygar rafhlaðnar agnir frá sólinni, kallaðar sólvindur, skella á efri hluta lofthjúps jarðar. Þegar hve hvassast er í geimnum verða ljósin fegurst. Þennan hraða sólvind sem við erum innan í núna má rekja til kórónugoss á sólinni 11. mars síðastliðinn,“ greinir Sævar Helgi frá.

Norðurljós.
Norðurljós. mbl.is/Jónas Erlendsson

Fyrirspurnir um bjarta stjörnu

Hann kveðst jafnframt hafa fengið margar spurningar frá fólki um björtu stjörnuna sem skín í vestri við sólsetur.

„Þetta er sjálf ástarstjarnan Venus. Hún er að hækka á lofti og verður áberandi á kvöldhimninum fram á sumar. Júpíter er neðar og lækkar hratt á lofti uns hann hverfur á bak við sól frá okkur séð í mánuðinum,“ segir Sævar Helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert