Meðalhiti sjávar aldrei hærri

Sólsetur við Mumbai á Indlandi 28. mars.
Sólsetur við Mumbai á Indlandi 28. mars. AFP/Punit Paranjpe

Meðalhiti sjávar hefur aldrei mælst hærri síðan að byrjað var að beita gervihnöttum til að mæla sjávarhita.

Þetta kemur fram í frétt Guardian.

Bráðabirgðagög frá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) sýna að meðalhiti sjávar hefur verið 21,1 gráða frá mánaðamótum. Fyrra metið var 21 gráða árið 2016.

Síðustu þrjú ár hafa aðstæður vegna veðurfyrirbærisins La Niña verið uppi í Kyrrahafi. Hefur það hjálpað til að halda hitastigi lægra en ella og dregið úr áhrifum frá hlýnun jarðar.

Vísindamenn telja aftur á móti að vísbendingar séu um að veðurfyrirbærið El Niño gæti farið að gera vart við sig síðar á þessu ári. Það geti aukið hættuna á ýktu veðurfari og líklega verði hitamet þá slegin víða um jörðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert