Google opnar stærstu miðstöð sína í Evrópu

Netárásum hefur fjölgað um 38% síðan í fyrra.
Netárásum hefur fjölgað um 38% síðan í fyrra. AFP/Noah Berger

Tæknirisinn Google hefur opnað stærstu netöryggismiðstöð sína í Evrópu.

Miðstöðin er staðsett í borginni Malaga í suðurhluta Spánar. Þar fékk hún að rísa eftir margra ára viðræður við yfirvöld.

Bæði Evrópusambandið og Google segja að stríðið í Úkraínu hafi sýnt hvernig hægt er að nota netið til að koma lýðræðinu úr jafnvægi.

Að sögn Kent Walker hjá Google fjölgaði netárásum um 38 prósent í fyrra og eru þær að verða „sífellt aðgangsharðari”.

„Við verðum að vinna saman á alþjóðlegan hátt” til að stemma stigu við þessari ógn, sagði hann.

Google er nú þegar með netöryggismiðstöðvar í Munchen í Þýskalandi og í Dublin á Írlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert