Fundu sjávarófreskju við strendur Bretlands

Plíosaurus var einn helsti ógnvaldur hafsins á árum áður.
Plíosaurus var einn helsti ógnvaldur hafsins á árum áður. Mynd/Shutterstock

Höfuðkúpa risastórs sjóskrímslis uppgötvaðist í klettum við Dorset-strendur í Bretlandi. Skepnan kallast Plíosaurus og var einn helsti ógnvaldur hafsins á árum áður.

Talið er að Plíosaurus, eins konar haf-risaeðla, hafi verið uppi í Vestur-Evrópu fyrir um 150 milljón árum síðan. 

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu mun höfuðkúpan koma fram í þætti David Attenborough sem frumsýndur verður á nýársdag, en steingervingafræðingurinn Steve Etches mun setja hana til sýnis á safni sínu í Kimmeridge á næsta ári

Skeppnan er talinn hafa verið um 10-12 metrar á lengd …
Skeppnan er talinn hafa verið um 10-12 metrar á lengd með um 130 vígtennur. Mynd/Shutterstock

Stærðarinnar dýr með 130 hvassar vígtennur

Steingervingurinn, sem fannst í klettum Dorset, er einn sá best varðveitti af sinni gerð sem fundist hefur til þessa og er um tveir metrar á lengd. Er höfuðkúpa skepnunnar því stærri en flest mannfólk er á hæð og má því rétt ímynda sér hver stór þessi ógnvaldur hafsins var, en Plíosaurusinn gat orðið um tíu til tólf metrar á lengd.

Má einnig telja 130 vígtennur í kjafti höfuðkúpunnar, en framtennurnar eðlunar voru svo hvassar að þær hefðu drepið samstundis að sögn Etches. Aftan á vígtönnunum má sjá eins konar hryggi, sem hafi auðveldað sjávareðlunni að draga tennurnar skjótt úr holdi bráðar sinnar til að ráðast á aðra bráð.

„Dýrið hefði verið svo gríðarstórt að ég tel engan vafa liggja á að það hefði getað ráðist á hvaða dýr sem var svo óheppið að verða á vegi þess,“ segir Dr. Andre Rowe við Bristol háskóla. 

„Ég efast ekki um að þetta dýr hafi verið Grameðla [Tyrannosaurus Rex] hafsins.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert