Apple hirðir toppsætið af Samsung

AFP

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur tekið fram úr suðurkóreska fyrirtækinu Samsung sem það fyrirtæki sem selur flesta snjallsíma á heimsvísu, en Samsung hafði haldið toppsætinu undanfarin 12 ár. 

Samkvæmt samantekt International Data Corporation, sem var birt í gær, þá kemur fram að sala á iPhone-snjallsímum hafi numið 234,6 milljónum símtækja á heimsvísu árið 2023 borið saman við 226,6 milljónir tækja sem komu úr smiðju Samsung. 

Markaðshlutdeild Apple á snjallsímamarkaði nemur 20,1% en Samsung er með 19,4% hlutdeild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert