Íslendingar milli tveggja elda

Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Finnska blaðið Helsingin Sanomat segir í leiðara í dag, að Íslendingar séu svo sannarlega milli tveggja elda í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Það sé hræðilegt fyrir þjóðina að þurfa að greiða bætur vegna Icesave en jafnvel verra að hafna því að greiða þær.

Blaðið segir  líklegt, að áður en atkvæðagreiðslan fer fram verði samið að nýju um upphæðir og til að bjarga andlitinu verða gerðar einhverjar breytingar en Ísland muni samt þurfa að greiða bætur. „Því miður hefur landið ekki enn náð botni hyldýpisins," segir Helsingin Sanomat. 

Leiðari Helsingin Sanomat

mbl.is

Bloggað um fréttina