Vextir 3% í Icesave-samkomulagi

 Samninganefndir Íslands, og Breta og Hollendinga, hafa komið sér saman um grundvallaratriðin í nýju samkomulagi vegna Icesave reikninga Landsbankans. Drögin hafa verið kynnt hagsmunaaðilum. Samkvæmt þeim munu 40 til 60 milljarðar falla á íslenska ríkið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Viðræður um Icesave hófust á ný eftir nokkurra mánaða hlé í júlí á þessu ári og voru þá haldnir nokkrir formlegir fundir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa samninganefndirnar nú komið sér saman um grundvallaratriði í nýju samkomulagi. Það mun byggja á töluvert lægri vöxtum en áður var rætt um, eða um 3% vöxtum.
mbl.is