Selá í Steingrímsfirði

Glæsilegur 14 punda hængur sem veiddist í Selhyl.
Glæsilegur 14 punda hængur sem veiddist í Selhyl. Þorkell Daníel Jónsson

Á austanverðum Vestfjarðakjálkanum rennur Selá í Steingrímsfirði til sjávar. Hún er ein af þeim ám á Vestfjörðum sem við ætlum að fjalla um næstu dagana og vikurnar.

Í Selá veiðist bæði sjóbleikja og lax, en heldur hefur bleikjuveiðin minnkað undanfarin ár, hver svo sem ástæðan gæti verið. Meðalveiðin er á annað hundrað bleikjur en fór uppí 600 bleikjur árið 2006 en hefur minnkað síðan. Laxaseiðum var sleppt fyrir allnokkrum árum og hefur meðalveiði á laxi verið í kringum 80 fiskar á sumri. Seiðabúskapur hefur verið mjög góður að sögn formanns veiðifélagsins og hefur því ekki verið sleppt seiðum í ánna undanfarin ár.

Veitt er á 4 stangir í ánni sem er mjög lítið miðað við að fiskur gengur 20 km upp ánna. Áin er vatnsmikil að jöfnu og enn vatnsmeiri um þessar mundir vegna mikillar snjóbráðar í fjöllunum í kring. Illa hefur veiðst undanfarnar vikur en vonandi sjatnar áin fljótt, þá fer fiskurinn fyrst að ganga.

Áin hefur verið mikið stunduð af fólki sem kemur ár eftir ár, meira að segja var okkur sagt að það væri eldri maður sem hefði veitt í ánni í áratugi og keypti alltaf eina viku með öllum stöngunum. Greinilegt er að Seláin heillar fyrst menn kaupa heila viku ár eftir ár.

Verð á stöng í júlí er 7.500 á virkum dögum og 8.500 um helgar. Í ágúst hækkar verðið um 1.000 kr en lækkar svo aftur í september. Mikið er pantað í ánna og eru aðeins nokkrir dagar lausir í ágúst. Veiðileyfin fást hjá Guðbrandi Sverrissyni á Bassastöðum sem er formaður veiðifélagsins. Síminn er 451-3376.

Níu punda hrygna sem náðist í hylnum fyrir aftan veiðimanninn.
Níu punda hrygna sem náðist í hylnum fyrir aftan veiðimanninn. Þorkell Daníel Jónsson
Lárus Óskar Lárusson
Lárus Óskar Lárusson
Lárus Óskar Lárusson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert