Fyrsta laxveiðiáin opnar á sunnudaginn

Frá Urriðafossi síðasta sumar.
Frá Urriðafossi síðasta sumar. Iceland Outfitters

Fram kemur á vefsíðu Iceland Outfitters að veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá opnar næstkomandi sunnudag. Það sló í gegn síðastliðið sumar þegar byrjað var að veiða þar á stöng í fyrsta skipti með skipulegum hætti.

Á sama tíma opnar líka nýtt tilraunasvæði að Þjórsártúni sem er í raun nánast sama svæði en er á austurbakkanum á móts við Urriðafoss og nær upp að svokölluðum Heiðartanga. Opnar svæðið núna fimm dögum fyrr en í fyrra, en þá byrjaði allt með miklum látum og fengu veiðimenn kvótann dag eftir dag frá fyrsta degi í Urriðafossi.

Sumarið 2017 var veitt á tvær stangir á Urriðafosssvæðinu og veiddust 755 laxar sem var langhæsta meðalveiði á stöng á landinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert