Vikulegar veiðitölur

Ungur veiðimaður með maríulax úr Skjálfandafljóti við Barnafell fyrr í ...
Ungur veiðimaður með maríulax úr Skjálfandafljóti við Barnafell fyrr í mánuðinum. ioveidileyfi.is

Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust nú í morgunsárið á vef Landssambands veiðifélaga og nær samantektin frá miðvikudeginum 23. til 29. ágúst. Eystri- og Ytri-Rangá eru aflahæstar sem fyrr og engin breyting á uppröðun tíu efstu ánna.

Veiðin liðna viku ber þess merki að víða sé vatnsbúskapur orðinn bágborinn sem hefur mikil áhrif á veiði. Nú er úrkoma í veðurkortunum fyrir næstu daga víða um land og ekki ólíklegt að í kjölfarið lifni aðeins yfir veiðinni.

Eystri-Rangá er sem fyrr í efsta sæti þar sem veiðin er komin í 3.344 laxa og gaf síðast vika 284 laxa. Á sama tíma fyrir ári síðan stóð 1.773 veiddum löxum og lokatölur voru 2.143. Er þetta því mikill viðsnúningur en samkvæmt upplýsingum frá leigutaka var tvöfalt meira af niðurgönguseiðum sleppt vorið 2017 en 2016 sem skýrir væntanlega þessa breytingu á milli ára.

Ytri-Rangá er komin í 2.774 laxa og gaf síðasta vika 218 laxa. Þetta er mun minni veiði en á sama tíma í fyrra þegar 4.582 laxar voru komnir á land og alls gaf áin 7.451 lax það sumarið.

Þverá/Kjarrá er sem fyrr í þriðja sæti með 2.369 laxa sem er talsvert betri veiði en á sama tíma í fyrra þegar 2.060 laxar veiddust það sumarið. Skilaði síðasta vika þar 98 löxum, en veitt er fram í fyrstu vikuna í september.

Hér er list­inn yfir 10 efstu árn­ar eins og staðan er þessa vik­una.

  1. Eystri-Rangá 3.344 laxar - vikuveiði 284 laxar (1.773 á sama tíma 2017)
  2. Ytri-Rangá 2.774 laxar - vikuveiði 218 laxar. (4.582 á sama tíma 2017)
  3. Þverá og Kjarará 2.369 laxar - vikuveiði 98 laxar. (1.890 á sama tíma 2017)
  4. Miðfjarðará 2.201 laxar - vikuveiði 162 laxar. (2.937 á sama tíma 2017)
  5. Norðurá 1.498 laxar - vikuveiði 11 laxar. (1.442 á sama tíma 2017)
  6. Haffjarðará 1.435 laxar - vikuveiði 82 laxar. (1.085 á sama tíma 2017)
  7. Langá laxar 1.339 - vikuveiði 51 laxar. (1.314 á sama tíma 2017)
  8. Urriðafoss í Þjórsá laxar 1.243 - vikuveiði 32 laxar. (755 lokatölur 2017)
  9. Selá í Vopnafirði laxar 1.222 - vikuveiði 111 (836 á á sama tíma 2017)
  10. Elliðaárnar 893 laxar - vikuveiðin 36 laxar. (830 á sama tíma 2017 )

Nánar má kynna sér þessar tölur hér.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6