Staðfest að um eldislax var að ræða í Selá

Eldislaxinn umræddi með bleikju úr Selá.
Eldislaxinn umræddi með bleikju úr Selá. Angling

Lax sem veiddist fyrir landi Ármúla í ósi Selár í Ísafjarðardjúpi 24. júlí síðastliðinn var eldislax af norsku kyni og reyndist vera kynþroska hængur með svilasekki og hefði þannig verið tilbúinn til þátttöku í hrygningu nú í haust að mati sérfræðinga.

Samkvæmt frétt frá Landssambandi veiðifélaga var um að ræða 63 cm hæng sem vigtaði 4,2 kíló. Hann var með áberandi skemmdan sporð og ugga. Þá kom í ljós við rannsókn að hann var með samgróninga sem afleiðingu bólusetningar sem hann hefur fengið.

Þetta mun vera annað sumarið í röð sem staðfest er að eldisfiskur veiðist fyrir landi Ármúla, en sumarið 2017 veiddist þar regnbogasilungur.

Selá er ein af vatnsmestu ám á Vestfjörðum og á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði og í Drangajökli í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Að meðaltali veiðast rúmlega 30 laxar á sumri í ánni og nokkur hundruð sjóbleikjur.

Fram kemur að sumarið 2017 hafi veiðst fyrir landi Ármúla um 130 sjóbleikjur á tveggja mánaða tímabili og hefur veiðin nú í sumar verið heldur meiri.  Veitt er í eitt net helming vikunnar.

Hafa landeigendur Ármúla ítrekað krafist þess af Umhverfisstofnun að stofnstærð sjóbleikjunnar í Ísafjarðardjúpi verði rannsökuð nánar og farleiðir hennar þannig kortlagðar til þess að unnt sé að meta umhverfisáhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi á stofninn, meðal annars með tilliti til mengunar og slysasleppinga.  Hefur þessu alltaf verið hafnað og án sérstaks rökstuðnings að mati landeigenda.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert