Laxá í Aðaldal opnaði í morgun

Halla Bergþóra Björnsdóttir með fyrsta laxinu úr Laxá í Aðaldal …
Halla Bergþóra Björnsdóttir með fyrsta laxinu úr Laxá í Aðaldal í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Laxá í Aðaldal opnaði í morgun á svæðinu fyrir neðan Æðarfossa af landeignendum frá Laxamýri.  Fyrir 10 dögum síðan sáu menn fyrstu laxana við Staurinn svokallaða í Kistukvísl.

Að sögn Jóns Helga Björnssonar á Laxamýri þá voru aðstæður fremur erfiðar, kalt og hvasst en samt nóg vatn, ólíkt því sem er víða sunnan og vestan lands. Sett var í sex laxa fram að hádegi og náðust þrír af þeim á land. 

Það var systir Jóns Helga, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem náði fyrsta laxinum á land og var það 86 cm hrygna úr Kistukvíslinni.

Vigfús Bjarni Jónsson náði svo þeim næsta á land úr Fosspolli og reyndist það vera 94 cm.  Var það geðvondur hængur sem lá á að komast aftur út í ána og tókst það áður en tókst að smella af honum mynd.  

Jón Helgi sjálfur náði svo einum 90 cm á land úr Kistuhyl.  Fram kom að laxarnir hafi komið á Francis og Abbadís.

Jón Helgi með 90 cm hæng við Kistu­hyl og naut …
Jón Helgi með 90 cm hæng við Kistu­hyl og naut aðstoðar frá börn­um sín­um, þeim Sjöfn Huldu og Birni Gunn­ari. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert