Presturinn fékk fyrsta laxinn

Gunnlaugur við Sveinshyl með fyrsta laxinn úr Breiðdalsá í sumar.
Gunnlaugur við Sveinshyl með fyrsta laxinn úr Breiðdalsá í sumar. Strengir

Veiðiþjónustan Strengir hefur nú opnað laxveiðisvæði sín. Breiðdalsá á Breiðdal opnaði í gær og urðu veiðimenn varir við laxa á nokkrum stöðum.

Það var Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydalaprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi, sem náði þeim fyrsta á land og var það 80 cm hrygna sem tók hálfs tommu Rauða Francis í Sveinshyl. Erlendir veiðimenn sem einnig dvelja í ánni þessa dagana urðu eitthvað varir við fleiri laxa þótt ekki hafi fleiri náðst á land.

Fram kemur að í Hrútafjarðará, sem Strengir hafa einnig í sinni umsjá, hafi verið erfið skilyrði frá því hún opnaði vegna lágrar vatnsstöðu. Þrátt fyrir það hafa kroppast upp nokkrir laxar síðustu daga. 

Þá opnaði Jöklusvæðið síðastliðinn fimmtudag og þar kom lax strax á land úr hliðaránni Laxá. Urðu menn varir við göngu laxa í Steinboganum og Hólaflúð sem veit á gott fyrir veiði næstu daga.

Karl Ásgeirsson með lax úr Hrútafjarðará.
Karl Ásgeirsson með lax úr Hrútafjarðará. Strengir
Þjóðverjinn Christian með fyrsta laxinn af Jöklusvæðinu sem tók hitch-flugu …
Þjóðverjinn Christian með fyrsta laxinn af Jöklusvæðinu sem tók hitch-flugu í Laxá. Þessi Christian fékk maríulaxinn sinn af Jöklusvæðinu fyrir nokkrum árum. Strengir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert