Risalax á land á Norður-Jótlandi

Lars Barrup með hænginn stóra við Storåen.
Lars Barrup með hænginn stóra við Storåen. Ljósmynd/Aðsend

Nokkrar laxveiðiár eru í Danmörku og gefa sumar þeirra oft mjög stóra laxa sem eru sjaldséðir hér á landi. Ein af þekktari ánum þar er Storåen á Norður-Jótlandi sem hefur löngum gefið fjölda stórlaxa á hverjum sumri.

Þannig var með með veiðimanninn Lars Barrup sem veiddi síðastliðinn laugardag 130 cm risahæng í Storåen skammt við bæinn Vemb. Fram kom að Lars hafi fengið á hænginn stóra á spún.  Ekki kom fram ummálið á þessum stóra laxi sem sleppt var að lokinni viðureign eins og reglur í ánni kveða á um. Geta má má ráð fyrir hafi vegið í það minnsta um 25 kíló eða um 50 pund. 

Til samanburðar vó Grímseyjarlaxinn svokallaði 24,5 kíló blóðgaður og var mældur 132 cm, en hann fékk Óli Bjarnason sjómaður í þorskanet 400 metra vestur af Grímsey þann 8. apríl árið 1957. Er það stærsti lax sem veiðst hefur við Ísland. 

Stærsti stangaveiddi lax á Íslandi veiddist þann 24. júní árið 1992 en það var niður­göngulax og kom á land í Bakká í Bakkaf­irði. Hafði laxinn dvalið allan veturinn í ánni og var því heldur rýr en mældist á lengdina 130 cm og var vó 21,5 kíló.

Þessi lax Lars Barrup er þó fráleitt stærsti lax sem veiðst hefur í Storåen því haustið 2016 fékk Simon Kast­up Shim­izu, 23 ára gamall háskólanemi 141 cm lax á við Holstebro sem einnig tók spún. Er það stærsti lax sem landað hefur verið í Danmörku.

Hátt hlutfall stórlaxa virðist vera í ánni og hefur í sumar mörgum löxum verið landað yfir 100 cm, þar af fjórir aðrir á bilinu 114 til 120 cm.

Mikið eftirlit er með veiði í Storåen og reglur uppfærðar á hverju sumri.  Á þessu sumri er heimilt að veiða 475 laxa í ánni fyrir neðan vatnsaflsvirkjun við Holstebro. Veiðitímabilið er frá 16. apríl til 15. október sem skiptast í 250 laxa sem eru undir 75 cm og 225 laxa sem eru yfir 75 cm. Til viðbótar við lax veiðist meðal annars sjóbirtingur og gedda. Skráningarskylda er á hverjum veiddum fiski og vel fylgst með því að menn sinni skráningu á afla og verður að skila inn skýrslu um veiðina fyrir miðnætti á veiðidegi.

Frá Storåen á svokölluðu Vemb-svæði.
Frá Storåen á svokölluðu Vemb-svæði. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira