Víða góð tækifæri fyrir veiðimenn

Bolta sjóbirtingi landað í Eldvatni í Meðallandi í apríl í …
Bolta sjóbirtingi landað í Eldvatni í Meðallandi í apríl í fyrra. Eldvatnið er einmitt einn af þeim stöðum þar sem veiði hefst í fyrramálið. Ljósmynd/ES

Vorveiðin hefst í fyrramálið. Þá opna helstu sjóbirtingsár landsins og þar á meðal eru mörg spennandi og skemmtileg vatnasvæði. Nú er ljóst að erlendir veiðimenn sem áttu pantaða veiði í þessum ám komast ekki til landsins og þó þeir kæmust þyrftu þeir væntanlega að fara í sóttkví við komuna til Íslands í fjórtán daga og endurtaka svo leikinn þegar heim væri komið.

Ljóst er að mörg holl hafa dottið út á þessum veiðisvæðum. Nú þegar má orðið sjá tilboð á veiðileyfum með lækkuðu verði. Þar reið á vaðið veiðifélagið Fish Partner og bauð nokkra daga á einungis hundrað krónur fyrir stöngina.

Sporðaköst hafa heimildir fyrir því að veiðileyfasalar eru að hringja í íslenska veiðimenn og bjóða veiði á góðu verði. Þetta ættu veiðimenn að hafa í huga núna og það er án efa hægt að gera víða góð kaup í veiðileyfum. Sérstaklega þar sem hátt hlutfall erlendra veiðimanna hefur átt föst holl.

Gamla veiðihúsið við Tungufljót hefur fengið hressilega yfirhalningu. Það var …
Gamla veiðihúsið við Tungufljót hefur fengið hressilega yfirhalningu. Það var farið að láta verulega á sjá. Ljósmynd/FP

Gerbreytt aðstaða við Tungufljót

Veiðiréttur í Tungufljóti í Vestur - Skaftafellssýslu var boðinn út í vetur og hreppti Fish Partner samninginn með hæsta boði. Eitt af þeirra fyrstu verkum var að taka í gegn eldra veiðihúsið sem hafði látið verulega á sjá. Þar er nú orðin afar fullkomin aðstaða og húsið nánast sem nýtt. Á stefnuskrá er einnig að taka í gegn nýrra húsið en það verður ekki ráðist í það strax.

Kristján Páll Rafnsson, einn eigenda Fish Partner segir að vorið komi afar hægt fyrir austan og ís sé núna fyrst að fara af ánni. Veiðimenn sem stunda vorveiði láta það ekki á sig fá og þekkja af eigin raun að veiði í apríl er kalsasöm og svo koma góðir dagar á milli.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira