Ný veiðisvæði komin í almenna sölu

Hallgrímur H. Gunnarsson með 92 cm hrygnu sem hann veiddi …
Hallgrímur H. Gunnarsson með 92 cm hrygnu sem hann veiddi í fyrra í ármótum Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Ármótasvæðin í Hvítá eru spennandi kostur, sérstaklega framan af sumri. Óttar Finnsson

Nokkur ný veiðisvæði eru komin í almenna sölu sem áður hafa verið nýtt af lokuðum hópi leigutaka. Þannig má fyrst nefna veiðisvæðið sem kennt er við Skugga og er fyrir landi Hvítárvalla í Borgafirði. Hreggnasi ehf. er ný leigutaki svæðisins. Svæðið nær frá gömlu Hvítárbrunni og upp að ármótum Grímsár, en Hreggnasi er einmitt með Grímsána á leigu.

Veiði hefst á Skuggasvæðinu eftir aðeins níu daga eða 20. maí og stendur fram til 20. september. Veitt er á tvær til fjórar stangir á svæðinu. Einungis er leyfð fluguveiði og er kvóti á hverja dagsstöng 2 smálaxar.

Veiðileyfavefurinn veida.is hefur bætt nýjum og spennandi silungasvæðum í sína flóru. Þannig eru veiðisvæði Skálholts í Hvítá og Brúará nú komin í almenna sölu á vefnum en fram til þessa hafa þessi svæði verið í einkanýtingu. Þar af leiðandi er ekki mikið af gögnum til um veiði á svæðinu eða veiðitölur. Þetta er veiðileyfi á góðu verði og verður spennandi að sjá hvað gerist þarna í sumar.

Þá opnaði veida.is fyrir sölu á veiðileyfum í Efri-Haukadalsá í gær, en það er lítil og nett á með góðri bleikjuveiði og þar gengur lax þegar líður á sumarið. Alger sleppiskylda er á laxi í ánni og er það í takt við fiskræktarátak sem leigutakar eru að fara í í samráði við landeigendur. Veitt er á tvær stangir í Efri-Haukadalsá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira