Kuldalegt en mokveiði í kvíslinni

Kuldalegt er það en veiðin yljaði mönnum við Mýrarkvísl.
Kuldalegt er það en veiðin yljaði mönnum við Mýrarkvísl. Ljósmynd/Aðsend

Galvaskur hópur karla á góðum og miðjum aldri hélt til veiða í Mýrarkvísl í byrjun viku. Þetta hljómar ofurlítið eins og upphafið að kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin sem nú er að slá í gegn og var einmitt kvikmynduð í Mýrarkvísl.

„Hún er loksins búin að hreinsa sig almennilega. Og við lentum þarna í hörkuveiði,“ sagði Matthías Þór Hákonarson í samtali við Sporðaköst. Á einum og hálfum degi landaði hópurinn fjörutíu urriðum í Mýrarkvísl.

Mynd í anda kvikmyndarinnar Síðasta veiðiferðin.
Mynd í anda kvikmyndarinnar Síðasta veiðiferðin. Ljósmynd/Aðsend

„Við fórum víða. Fengum nokkra fiska í Brunná og Presthvammi í Laxá. Við fengum flotta fiska í bæði Brunnánni og í Presthvammi.“

Eftir hörkuvetur er Norðurlandið aðeins farið að líta til vorsins og þá er ekki að spyrja að því að urriðinn er í fæðuleit.

Jógvan Hansen með fallegan urriða.
Jógvan Hansen með fallegan urriða. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistin var við völd í ferðinni enda margir liðtækir tónlistarmenn í hópnum. Rúnar Eff er einn þeirra og hann var með gítarinn með sér og valdi bakka Mýrarkvíslar til að frumflytja nýtt lag. Thank god for you.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Hann spilaði lagið af krafti, henti sér svo út í með stöngina og landaði sínum fyrsta urriða á flugu skömmu síðar,“ sagði Matthías.

Rúnar Eff með sinn fyrsta urriða á flugu. Tekinn skömmu …
Rúnar Eff með sinn fyrsta urriða á flugu. Tekinn skömmu eftir að hann frumflutti nýtt lag. Thank god for you heitir það. Ljósmynd/Aðsend

Þó svo að vorið sé á næsta leiti þá er enn kuldalegt við Mýrarkvísl eins og myndirnar bera með sér.

Flestir fiskarnir voru teknir á Squirmy Wormy, nokkrir voru á hina klassísku straumflugu Black Ghost, en „ormapúpan“ var alls ráðandi.

„Nú horfir þetta allt til betri vegar eftir snjóþungan vetur og fremur kalt vor. Ég á von á góðum dögum núna fram undan,“ sagði Matthías að lokum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert