Nesveiðar - sá allra stærsti í sumar

Hilmar Hafsteinsson með stærsta laxinn sem veiðst hefur á Íslandi …
Hilmar Hafsteinsson með stærsta laxinn sem veiðst hefur á Íslandi það sem af er sumri. 107 sentímetrar og tvímældur. Ljósmynd/Hermóður

Stórlaxasvæðið í Nesi í Laxá í Aðaldal stendur svo sannarlega undir nafni. Í morgun veiddist þar stærsti fiskur sumarsins til þessa. 107 sentímetra hængur sem tók fluguna White wing númer 6 í Vitaðsgjafa.

Veiðimaður var Hilmar Hafsteinsson og leiðsögumaður hans var Hermóður Hilmarsson. Þeir voru á bát á Vitaðsgjafa þegar fiskurinn tók. „Það var gott að við vorum á bátnum því laxinn tók roku niður á Skerflúð. Það hefði orðið mikið bras að elta hann. Ég sá strax að þetta var meters fiskur en ég átti ekki von á að hann væri svona langur. Enda tvímældi ég hann og hann reyndist 107 sentímetrar,“ sagði Hermóður í samtali við Sporðaköst. En Hermóður var eins og fyrr segir leiðsögumaður Hilmars, sem veiddi fiskinn.

Þessi mikli hængur tók White wing númer sex á Vitaðsgjafa.
Þessi mikli hængur tók White wing númer sex á Vitaðsgjafa. Ljósmynd/Hermóður

En White wing, það er langt síðan maður hefur heyrt um þá flugu?

„Við vorum að fara þriðju yfirferðina yfir staðinn í morgun og  ég vissi að enginn hefði farið á bátinn og mig langaði að hann myndi veiða frá miðri á í átt að landi. Við skoðuðum flugur og ég var að spá í Abbadís, en svo bara öskraði þessi White wing á mig og það varð úr.“

Hilmar Hafsteinsson er að komast í fyrsta skipti í tuttugu punda klúbbinn í sinni fjórðu ferð í Laxá í Aðaldal. 

Ágætisgangur hefur verið á Nessvæðinu og eru komnir ellefu laxar á land á fyrstu fjórum vöktunum. Sá minnsti er 82 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira