Hörkugangur í gæsaveiðinni

Guðmundur Atli, Þorsteinn og Rúnar með flotta morgunveiði í Melasveit.
Guðmundur Atli, Þorsteinn og Rúnar með flotta morgunveiði í Melasveit. Ljósmynd/Aðsend

Hörkugangur er nú í gæsaveiðinni og sérstaklega eftir að kólnaði inni á hálendinu. Við heyrðum frá tveimur gæsaskyttum sem voru í birgi í Skagafirði. Þeir skutu samtals sextíu gæsir og þar af vara meirihluti heiðagæs.

„Þetta var magnaður morgun og við vorum í stöðugu flugi allan morguninn. Auðvitað skiptir máli í þessu að við vorum rétta morguninn. Ef að kólnar svona mikið og frystir á koma þær niður og við vissum það,“ sagði gæsaskytta í samtali við Sporðaköst.

Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters er með gæsa skytterí á sínum löndum í Melasveit. Hann segir að flugið hafi  byrjað fyrr en venjulega og honum líst vel á þetta tímabil.

„Okkur finnst þetta vera að byrja fyrr en undanfarin ár en það er töluvert meira af fugli á svæðinu hjá okkur núna en á sama tíma undanfarin ár, besti tíminn er að venju október og fram í nóvember. Meðalveiði síðustu morgna er í kringum 20 gæsir sem er frekar gott,“ sagði Stefán Sigurðsson í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert