Hörkugangur í gæsaveiðinni

Guðmundur Atli, Þorsteinn og Rúnar með flotta morgunveiði í Melasveit.
Guðmundur Atli, Þorsteinn og Rúnar með flotta morgunveiði í Melasveit. Ljósmynd/Aðsend

Hörkugangur er nú í gæsaveiðinni og sérstaklega eftir að kólnaði inni á hálendinu. Við heyrðum frá tveimur gæsaskyttum sem voru í birgi í Skagafirði. Þeir skutu samtals sextíu gæsir og þar af vara meirihluti heiðagæs.

„Þetta var magnaður morgun og við vorum í stöðugu flugi allan morguninn. Auðvitað skiptir máli í þessu að við vorum rétta morguninn. Ef að kólnar svona mikið og frystir á koma þær niður og við vissum það,“ sagði gæsaskytta í samtali við Sporðaköst.

Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters er með gæsa skytterí á sínum löndum í Melasveit. Hann segir að flugið hafi  byrjað fyrr en venjulega og honum líst vel á þetta tímabil.

„Okkur finnst þetta vera að byrja fyrr en undanfarin ár en það er töluvert meira af fugli á svæðinu hjá okkur núna en á sama tíma undanfarin ár, besti tíminn er að venju október og fram í nóvember. Meðalveiði síðustu morgna er í kringum 20 gæsir sem er frekar gott,“ sagði Stefán Sigurðsson í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira