Opnum veiðisvæðum fjölgar ört

Falleg bleikja hefur tekið Peacock með bleikum kraga í Þingvallavatni. …
Falleg bleikja hefur tekið Peacock með bleikum kraga í Þingvallavatni. Veiði í landi þjóðgarðsins hefst eftir fimm daga. Ljósmynd/Ríkarður Hjálmarsson

Þeim er að fjölga hratt opnum veiðisvæðum fyrir langsoltna veiðimenn. Í dag var fyrsti veiðidagur í Kleifarvatni, í nágrenni eldgossins. Veiðimenn þar ættu sérstaklega að taka tillit til veðurs vegna gasmengunar.

Fróðlegt er að skoða heimasíðu Veiðikortsins sem býður upp á 36 veiðisvæði um allt land. Þar má sjá að hinn 19. apríl eða á þriðjudaginn í næstu viku verður Meðalfellsvatn opnað. Daginn eftir, eða hinn 20., má byrja að veiða í landi þjóðgarðsins í Þingvallavatni. Sumardaginn fyrsta, 22. apríl, opnast Elliðavatn, eða háskóli fluguveiðimanna eins sumir kalla vatnið.

Veitt í Elliðavatni. Vatnið opnar fyrir veiðimenn þann 22. apríl. …
Veitt í Elliðavatni. Vatnið opnar fyrir veiðimenn þann 22. apríl. Sumardagurinn fyrsti er þá. Morgunblaðið/Einar Falur

Fyrr í mánuðinum komu inn Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, Syðridalsvatn, Þveit og Vífilsstaðavatn.

Þá verður fjöldinn allur af vötnum opnaður 1. maí. og flest eru þau komin á kortið þegar nokkuð er liðið á maímánuð.

Nokkur vötn eru opin allt árið og má þar á meðal nefna Gíslholtsvatn, Hlíðarvatn í Hnappadal og Urriðavatn við Egilsstaði.

Öll vötn sem nefnd eru hér eru hluti af þeim veiðistöðum sem Veiðikortið 2021 veitir aðgang að.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira