Hreggnasi að semja um leigu á Grímsá

Laxi landað neðan við Laxfoss í Grímsá. Í bakgrunni er …
Laxi landað neðan við Laxfoss í Grímsá. Í bakgrunni er veiðihúsið reisulega sem er ein af táknmyndum árinnar. www.hreggnasi.is

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sporðakasta er Veiðifélag Grímsár og Tunguár og Hreggnasi ehf á lokametrunum að ganga frá samningi um áframhaldandi leigu Hreggnasa á þessari fallegu laxveiðiá.

Hreggnasi hefur haft ána á leigu frá árinu 2004. Veiðirétturinn sem boðinn var út í síðasta mánuði átti að vera til fimm ára eða til og með 2026. 

Sá samningur sem nú er í smíðum nær til lengri tíma en ekki hefur fengist staðfest til hversu langs tíma.

Fjórir aðilar sendu tilboð í veiðiréttinn þegar tilboð voru opnuð um miðjan síðasta mánuð og voru mörg frávikstilboð sem bárust frá bjóðendum. Í framhaldi af útreikningum á tilboðum, ákvað stjórn veiðifélagsins að ganga til samninga við Hreggnasa og eru þær samningaviðræður eins og fyrr segir á lokametrunum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira