Sá stærsti stangaveiddi úr Þjórsá

Þórunn með laxinn glæsilega. Hann hafði slitið hjá veiðimanni á …
Þórunn með laxinn glæsilega. Hann hafði slitið hjá veiðimanni á miðvikudag og var í honum öngull og sökkur. Þetta er stærsti stangaveiddi lax í Þjórsá sem vitað er um. Ljósmynd/Aðsend

Þessi stórvaxni hængur veiddist í Þjórsá í dag. Stefán Sigurðsson leigutaki segir að þetta sé stærsti lax sem hann og Einar Haraldsson veiðivörður viti um sem veiðst hefur á stöng í Þjórsá og að öllum líkindum næst stærsti lax sem nokkurn tíma hefur veiðst í hinni miklu Þjórsá.

Ef einhver þekkir stærðir og fjölda laxa þá er það Einar hann hefur frá 1960 fylgst með veiðinni í Þjórsá og skráð hana. 

Laxinn mældist 99 sentímetrar og vigtaði 10,5 kíló segir Stefán. Veiðimaður er Þórunn Gísladóttir. „Hún mætti ólétt í vindbuxum, bara svona í heimsókn og sló alla veiðikallana út með því að fá þennan svaka fisk á maðk og flotholt í veiðistaðnum Huldu. Gísli Jóhannsson var að bjóða til sín fjölskyldunni og allir voru búnir að fá lax síðast þegar ég vissi og þar af eru allavega fjórir maríulaxar,“ upplýsti Stefán og sagði líka að fjórtán laxar væru komnir á land í dag og heildartalan í Urriðafossi væri að nálgast 140 fiska.

Það ríkti sannkölluð fjölskyldustemming við Urriðafoss í dag. Fjórir maríulaxar …
Það ríkti sannkölluð fjölskyldustemming við Urriðafoss í dag. Fjórir maríulaxar voru komnir á land og samtals fjórtán fiskar, síðast þegar fréttist. Ljósmynd/Aðsend

En þá er ekki öll sagan sögð. Á miðvikudag setti veiðimaður í fisk sem hann lýsti í eyru Stefáns eins og um eitthvað tröll hefði verið að ræða. Á endanum sleit þessi mikli fiskur. Stefán sagðist oft heyra svona sögur og alltaf væri gaman að því.

„Þegar Þórunn landaði fiskinum var í honum öngull og sökkur og þá er þetta væntanlega sami fiskur og veiðimaður missti fyrir tveimur dögum. Það er ekki hægt annað en að elska svona sögur,“ hló Stefán.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Aðaldal Magni Jónsson 2. ágúst 2.8.
100 cm Selá í Vopnafirði Tim Dyer 1. ágúst 1.8.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.

Skoða meira