Loksins kom lax á land í Ytri-Rangá

Fyrsti laxinn úr Ytri. 65 semtímetra smálax og það veit …
Fyrsti laxinn úr Ytri. 65 semtímetra smálax og það veit á gott að fleiri smálaxar sáust neðan við Ægisíðufoss, sem er í baksýn. Ljósmynd/JH

Fyrsta laxi sumarsins í Ytri-Rangá var landað í morgun. Nokkuð er búið að vera um missta stórlaxa síðustu daga, bæði á Rangárflúðum og í Ægisíðufossi. Fyrsti landaði laxinn veiddist neðan við Ægisíðufoss og var þar að verki veiðimaður frá Bandaríkjunum.

Fyrsti laxinn að þessu sinni var smálax, 65 sentímetrar, og féll hann fyrir bleikum Sunray. Sami veiðimaður hafði áður slitið úr stórlaxi sem kunnugir sögðu vera í 90 plús-flokknum. Leiðsögumaður Arons hins bandaríska var Jakob Hinriksson og sá hann fleiri smálaxa í Ægisíðufossi. Þannig að smálaxinn er byrjaður að sýna sig í Ytri. Það veit á gott.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert