Grænlandshákarlinn étur mikið af laxi

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur ræðir um rannsóknir á atferli laxins í sjónum, en hann hefur stundað rannsóknir á því sviði frá árinu 1994. Margt kemur á óvart og til að mynda hversu mikið hámeri og Grænlandshákarl éta af laxi. Jóhannes hefur staðfest dæmi um allt að sjö löxum í maga á einum slíkum hákarli.

Í Sporðakastaspjallinu rekur Jóhannes margt sem tengist hans rannsóknum. Á hvaða dýpi laxinn heldur sig og hvernig hann leitar á sömu slóðir og bræður hans frá Írlandi og Spáni.

Staða Elliðaánna er einnig rædd í þessu ítarlega viðtali við Jóhannes, sem rekur fyrirtækið Laxfiskar og stundar meðal annars rannsóknir í Elliðaánum og allir vita af Þingvallavatns verkefninu hans.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert