Grænlandshákarlinn étur mikið af laxi

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur ræðir um rannsóknir á atferli laxins í sjónum, en hann hefur stundað rannsóknir á því sviði frá árinu 1994. Margt kemur á óvart og til að mynda hversu mikið hámeri og Grænlandshákarl éta af laxi. Jóhannes hefur staðfest dæmi um allt að sjö löxum í maga á einum slíkum hákarli.

Í Sporðakastaspjallinu rekur Jóhannes margt sem tengist hans rannsóknum. Á hvaða dýpi laxinn heldur sig og hvernig hann leitar á sömu slóðir og bræður hans frá Írlandi og Spáni.

Staða Elliðaánna er einnig rædd í þessu ítarlega viðtali við Jóhannes, sem rekur fyrirtækið Laxfiskar og stundar meðal annars rannsóknir í Elliðaánum og allir vita af Þingvallavatns verkefninu hans.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira