Síðustu tvö holl lönduðu 120 löxum

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra með stórglæsilegan hæng sem hann veiddi …
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra með stórglæsilegan hæng sem hann veiddi á Brotinu í Norðurá í opnun. Eftir rólegar vikur lítur Norðuráin vel út. Ljósmynd/Einar Falur

Varstu búin/n að gefa laxveiðisumarið upp á bátinn? Ekki gera það. Holl sem lauk þriggja daga veiði í Norðurá á hádegi í dag, landaði sjötíu löxum. Hollið á undan því, var með 51 lax.

Einn af þeim sem var að veiða í síðasta holli í Norðurá er Tryggvi Ársælsson. Hann og félagar hans lönduðu 24 löxum á tvær stangir. „Þetta var bara mjög skemmtilegt og fullt af fiski að ganga, sérstaklega í morgun. Við fengum lax í öllum stöðum sem við fórum á. Frá Laugakvörn og upp í Konungsstreng. Hann var líka miklu sýnilegri en síðustu daga og stökk mikið,“ sagði Tryggvi í samtali við Sporðaköst.

Hann hefur verið í þessu holli í fjölmörg ár og segir að þegar allt var eðlilegt hafi þetta holl 27. til 30. júní verið að skila 60 til 100 löxum.

Árni Friðleifsson með fyrsta laxinn sem veiddist ofan Glanna. Þessi …
Árni Friðleifsson með fyrsta laxinn sem veiddist ofan Glanna. Þessi lax veiddist í Poka. Ljósmynd/Aðsend

„Við tókum líka eftir því að laxinn sem við vorum að veiða í gær var ekki lúsugur þó að hann hafi verið glænýr. Í morgun vorum við hins vegar að fá laxa með halalús. Einn félagi okkar fór yfir á brotinu í Laxfossi og fældi þar upp þrjá fiska sem voru að hvíla sig. Ég veit um einn sem veiddist í Skarðshamarsármótum og svo var Árni Friðleifs með einn ofan úr Poka, þannig að það er líka kominn fiskur fram á dal.“ sagði Tryggvi og var hinn kátasti með túrinn.

Ýmsir voru orðnir áhyggjufullir af lélegri veiði og göngur virtust vera af skornum skammti. Þessi staða í Norðurá ætti hins vegar að auka bjartsýni á stöðuna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert