Kampavín og kavíar í Víðidalsá

Sextán veiðikonur eru staddar í Víðidalsá, undir merkjum kampavíns og …
Sextán veiðikonur eru staddar í Víðidalsá, undir merkjum kampavíns og kavíars. Hér er gleðin við völd og veiðin bara allt í lagi. Ljósmynd/IO

Öflugt kvennaholl er að störfum í Víðidalsá þessa dagana. Þarna er á ferðinni félagsskapurinn Kampavín og kavíar. Sextán veiðikonur fylla hollið og hafa verið í ágætisveiði. Harpa Hlín Þórðardóttir leiðir hópinn og sagði hún í samtali við Sporðaköst að allt væri upp á tíu. 

„Við erum held ég búnar að slá heimsmetið í happy hour, aftur. Það er mikill metnaður lagður í gæði á því sviði og Erla Jóhannsdóttir stýrir því af fagmennsku og er happy hour-drottningin okkar,“ upplýsti Harpa.

Afmælisbarn dagsins, Gerður Bárðardóttir með maríulaxinn sinn sem hún veiddi …
Afmælisbarn dagsins, Gerður Bárðardóttir með maríulaxinn sinn sem hún veiddi í morgun. Alvöru afmælisgjöf. Ljósmynd/IO

Það er ekki bara boðið upp á kampavín og kavíar. Miklu af ostum og skinku, jarðarberjum og öðru góðgæti er reglulega stillt upp. Þá er ekki til að draga úr stemningunni að soundboxið er alltaf í gangi og jafnvel boðið upp á lifandi fiðluleik, þegar það þykir við hæfi.

Harpa sagði veiðina vera með ágætum og hollið væri komið með eitthvað í kringum tíu laxa og töluvert af fallegri bleikju.

„Afmælisbarn dagsins, hún Gerður Bárðardóttir, fékk maríulaxinn sinn í morgun í Dalsárósi og það var sérstakt gleðiefni að fá svona afmælisgjöf,“ sagði Harpa.

Bleikjan er líka farin að gefa sig í Víðidalnum. Harpa …
Bleikjan er líka farin að gefa sig í Víðidalnum. Harpa Hlín er hér með fallega bleikju með afmælisbarninu. Sjálf átti Harpa afmæli í gær. Ljósmynd/IO

Það er greinilegt á öllu að fiskur er að ganga í Víðidal og er áin kominn í fimmtíu laxa til þessa. Mikið er af laxi á neðsta svæðinu og einnig neðarlega í Fitjá, sem er hliðará Víðidalsár. Við þessar aðstæður eykst bjartsýni um að meira sjáist af fiski í þeim stóra straumi sem nær hámarki á sunnudag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Aðaldal Magni Jónsson 2. ágúst 2.8.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.

Skoða meira