Laxinn er að ganga nýjan farveg Hítarár

Dýri Kristjánsson með nýrunninn smálax úr Breiðinni í Hítará.
Dýri Kristjánsson með nýrunninn smálax úr Breiðinni í Hítará. Ljósmynd/Hítará

Sautján laxar voru gengnir í gegnum teljarann í Hítará í gær. Hann er staðsettur neðst við skriðuna miklu, sem féll fyrir þremur árum í Hítardal og gerbreytti árfarvegi árinnar. Skriðan féll 7. júlí 2018.

Margir óttuðust um framtíð laxveiði í Hítará eftir hamfarirnar og hafa staðið deilur um hvort grafa eigi í gegnum skriðuna eða láta nýja farveginn halda sér. 

Leigutaki Hítarár, Orri Dór, hafði samband við Sporðaköst og sagði að í vor hefði teljara verið komið fyrir neðst við skriðuna miklu til að sjá hversu mikið af laxi gengi nýja farveginn. „Sautján eru farnir í gegn núna, og upp fyrir skriðuna í nýjum farvegi,“ sagði Orri Dór í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi.

En hver er gangurinn í veiðinni?

„Það er góður gangur á neðri svæðunum. Áin er að detta í fimmtíu laxa og við erum bara nokkuð sátt. Góðu fréttirnar eru að lax veiddist nýlega ofarlega í Grjótá, hliðará Hítarár,“ sagði Orri Dór.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert