Fljótaá komin í gírinn eftir leysingar

Brian O´Keeffe veiðimaður ásamt leiðsögumanni sínum Þorsteini Guðmundssyni með fallegan …
Brian O´Keeffe veiðimaður ásamt leiðsögumanni sínum Þorsteini Guðmundssyni með fallegan smálax úr Fljótaá. Ljósmynd/ÞG
Eftir erfitt vor og kalda sumarbyrjun er Fljótaá farin að gefa ágæta veiði. Framan af var kalt og svo fylgdu gríðarlegar leysingar. En nú horfa hlutir til betri vegar. Vigfús Orrason eða Vivvi sendi í gær skýrslu um stöðuna og Sporðaköst hafa fengið leyfi til að birta hana.
„Fljótaá var skítköld í júní enda minnti veðrið þá frekar á apríl. Bleikjan var farin að ganga upp í Miklavatn en fór ekki upp í á nema að mjög litlu leyti. Við vorum samt eitthvað að tína upp af bleikju þar til hitabylgjan skall á og gerði ána óveiðandi á stuttum tíma. Menn álpuðust reyndar í nokkrar bleikjur í kakóinu fyrir eitthvað sambland af þrjósku og slembilukku og settu meira að segja í nokkra laxa sem sluppu.
Gert klárt fyrir sleppingu í Bakkahyl.
Gert klárt fyrir sleppingu í Bakkahyl. Ljósmynd/ÞG
Þegar áin fór að hreinsa sig og hlýna fór að veiðast. Bleikja fór að ganga upp úr Miklavatni og beint úr sjó og fyrsti laxinn kom á land 9. júlí og þá komu fjórir. Á hádegi 18. júlí var svo skráður 31 lax og um 550 silungar.
Fljótaá er enn býsna bólgin og geta viðureignir því orðið …
Fljótaá er enn býsna bólgin og geta viðureignir því orðið tvísýnari en við eðlilegri aðstæður. Ljósmynd/ÞG
Áin er nú komin í fínt form þótt hún sé enn bólgin og bæði lax og bleikja að ganga. Mest er það smálax en hann er stórglæsilegur, mest í kringum 65 sentímetra og vel haldinn.
Þessa vikuna er ástundun í ánni í léttari kantinum en ég spái því að þeir sem sinna munu veiðinni á næstunni eigi eftir að eiga góða daga.“
Svona hljóðar skýrslan sem Vigfús setti saman og birti í gær. Verður spennandi að fylgjast með Fljótaánni næstu daga og vikur.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert