Rigningin hleypti lífi í birtinginn

Árni Kristinn með flottan birting. Í baksýn er Bjarnafoss og …
Árni Kristinn með flottan birting. Í baksýn er Bjarnafoss og þetta er ótrúlega fallegt veiðisvæði. Þeir félagar lönduðu 24 fiskum í tveggja daga holli. Ljósmynd/ÁKS

Aðstæður breyttust hratt og mikið í Tungufljóti í gær og í dag. Tveggja daga holl sem lauk veiðum á hádegi landaði samtals 24 fiskum og nánast allt af því var birtingur. Árni Kristinn Skúlason var einn af þeim sem var i hollinu og hann sagði flesta fiskana hafa veiðst undir Bjarnafossi, sem er efsti veiðistaðurinn í Tungufljóti.

Hafsteinn Már Sigurðsson með hörku birting sem tók púpu neðan …
Hafsteinn Már Sigurðsson með hörku birting sem tók púpu neðan við Bjarnafoss. Það ringdi hressilega á hollið og var það fagnaðarefni. Ljósmynd/ÁKS

„Við fórum víða og það var bara mikið af fiski. Svo fór að rigna hressilega og óx í ánni. Þá fór Bjarnafoss að gefa. Það var líka mikið af fiski í Syðri-Hólma,“ sagði Árni í samtali við Sporðaköst. Sjóbirtingurinn var vel haldinn og sá stærsti sem þeir lönduðu mældist 83 sentímetrar.

Flestir tóku þeir púpur, eins og þessi.
Flestir tóku þeir púpur, eins og þessi. Ljósmynd/ÁKS

Þeir félagar voru mest að taka birtinginn á púpur enda fáir þeim fremri í púpufræðum. Við vorum með frétt í morgun einmitt um Tungufljót þar sem talað var um rólega veiði og Kristján Páll Rafnsson sagði ljóst að mikið af fiski væri niðri við Syðri-Hólma og biði rigningar og þess að áin myndi vaxa. Þetta gekk eftir og þeir nutu góðs af veðrabreytingunni Árni og félagar.

Þetta umhverfi er svo magnað.
Þetta umhverfi er svo magnað. Ljósmynd/ÁKS

Fram til þessa hefur sjóbirtingsveiðin fyrir austan verið róleg og allir, bæði veiðimenn og fiskar hafa beðið eftir úrkomu og hækkandi vatnsstöðu. Þessi mikla þurrkatíð virðist nú loks á enda.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert