Veiðiævintýrið á Íslandi komið á Youtube

Robson Green með 78 sentímetra lax úr Kerhól í Fitjá. …
Robson Green með 78 sentímetra lax úr Kerhól í Fitjá. Nú eru þættirnir sem Robson og James Murray gerðu komnir á Youtube. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Bresku leikararnir Robson Green og James Murray gerðu þrjá veiðiþætti á Íslandi í fyrra í samstarfi við Sporðaköst. Þessir þættir voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV 1 og ITV 4 í sumar. 

Nú er búið að deila þessum þáttum á Youtube, þannig að þeir eru aðgengilegir fyrir alla. Í seríunni fara þeir félagar í Eldvatn í Meðallandi, Þjórsá, Sogið, Þingvallavatn, Miðfjarðará, Víðidalsá og Blöndu.

James Murray með fyrsta fiskinn yfir hundrað sentímetra sumarið 2020 …
James Murray með fyrsta fiskinn yfir hundrað sentímetra sumarið 2020 á Íslandi. Þessi fiskur tekur sig vel út í þriðja þætti. Ljósmynd/RG

Þeir félagar gerðu hörkuveiði og lönduðu meðal annars hundraðkalli á Norðvesturlandi. Fyrir áhugasama er hægt að fara inn á Youtube.com og slá inn í leitarvélina þar: Robson and jim's icelandic fly fishing adventure.

Þessi veiðiþáttasería er án efa besta landkynning sem íslensk veiði hefur nokkru sinni fengið og þeir félagar spara ekki stóru orðin um upplifun sína af landi og þjóð. Rætt er við fjölda Íslendinga í þáttunum. Má meðal annars nefna Ólaf Darra leikara, Árna Baldursson veiðimann, Bubba Morthens og fleiri. Fyrir þá sem hafa gaman af skemmtilegu veiðiefni er þetta kjörið afþreyingar efni. Hver þáttur er um 45 mínútur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira