Lítið af laxi í sumar en mikil gleði

Iceland Outfitters er að taka við Ytri-Rangá og sjá um rekstur þar næsta sumar. Harpa Hlín Þórðardóttir og maður hennar Stefán Sigurðsson eiga fyrirtækið og fram til þessa hefur það verið lítið fyrirtæki á markaðnum. Nú er þetta litla fyrirtæki að verða stórt og er komið með eitt stærsta veiðisvæði landsins í laxi í umboðssölu.

Harpa reiknar með að verðið á leyfunum í Ytri-Rangá muni hækka um tíu prósent næsta sumar. Við gerðum upp veiðisumarið með Hörpu og eins allir vita var það ákveðin vonbrigði.

Hún er skrifuð fyrir heimsmeti í „Happy hour“ þó að hún vilji ekki eigna sér þann heiður ein og sér.

Í viðtalinu við Hörpu förum við vítt og breitt og ræðum um Þjórsá og þá möguleika sem þar er að finna. Við ræðum Leirá, þá litlu á sem áður geymdi fáa og smá fiska en er nú híbýli stórra sjóbirtinga. Þar hefur sleppiskylda á fiski skilað frábærum árangri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert