Lokatölur úr Ytri og Eystri

Þorsteinn Bachmann með 93 sentímetra stórlax úr Eystri-Rangá í sumar. …
Þorsteinn Bachmann með 93 sentímetra stórlax úr Eystri-Rangá í sumar. Flestir laxar veiddust í Ytri, en Eystri hafði vinninginn í fjölda laxa á stöng per dag og hlutfall stórlaxa. Ljósmynd/RMS

Síðasti dagur veiðitímans er að kveldi kominn og nú geta menn hugað að geymslu á stöngum hjólum og línum og öðru því sem lagt verður nú í geymslur, skúra og hillur. Í Ytri-Rangá sem er aflahæsta áin á Íslandi í ár er lokatalan, 3.437 laxar, 223 urriðar og sjóbirtingar og ein bleikja rataði í bók.

Erfið skilyrði voru síðustu dagana. Hvassviðri og hálfgert skítviðri. Þó var aðeins kropp síðustu dagana og var það heldur meira í Eystri ánni þessar allra síðustu veiðistundir. Lokatalan í Eystri-Rangá er 3.274 laxar, að sögn Jóhanns Davíðs Snorrasonar, framkvæmdastjóra Kolskeggs sem rekur Eystri.

Ef horft er til veiði á stöng á dag, þá er Ytri-Rangá með hlutfallið 1,90 per stöng á dag en 2,02 per stöng per dag þegar horft er á Eystri-Rangá. Þannig að fleiri laxar veiddust í Ytri, en veiðivonin var betri í Eystri. Hins vegar er hér aðeins reiknað með 90 daga veiðitíma en hann er að sjálfsögðu mun lengri í báðum ánum. 

Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri Rangá. Hann kveður …
Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri Rangá. Hann kveður nú Ytri-Rangá eftir átta ár og snýr til nýrra starfa. Jóhannes hefur haldið afar vel utan um ána og gert þar góða hluti. Ljósmynd/Aðsend

Heildarveiðin í Ytri var mun betri en í fyrra. 2020 gaf hún 2.642 laxa. Hins vegar var Eystri langt frá því að vera hálfdrættingur miðað við risaárið í fyrra sem gaf 9.070 laxa.

Ef horft er á hlutfall stórlaxa hefur Eystri vinninginn og það umtalsvert. Hlutfall af tveggja ára laxi var mjög lítið á móti ríflega þrjátíu prósent í Eystri.

Affallið endaði í 508 löxum, Þverá í 168 og Hólsá gaf 371. Allt tölur sem eru langt undir því sem veiddist í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert