Um 200 laxar gengu nýja farveg Hítarár

Davíð Örn Vignisson með fyrsta laxinn úr Hítará sumarið 2020. …
Davíð Örn Vignisson með fyrsta laxinn úr Hítará sumarið 2020. Laxateljari hefur nú staðfest laxagengd í nýja farvegi Hítarár sem til varð eftir að Skriðan féll. Ljósmynd/Hítará

Laxateljari sem settur var niður í Hítará í vor, staðfestir að töluvert magn af laxi gekk nýja farveginn sem myndaðist þegar skriðan mikla féll yfir gamla farveginn þann 7. júlí 2018. Skriðan stíflaði ána og myndaðist fyrst í stað lón ofan skriðunnar en skömmu síðar fann áin sér nýjan farveg.

Þetta voru miklar náttúruhamfarir og skriðan var allt að þrjátíu metra þykk þar sem hún mældist þykkust. Flokkast hún sem ein stærsta skriða sem fallið hefur á sögulegum tíma. Jarðhlaupið fékk síðar nafnið Skriðan.

Hítará fann sér fljótlega nýjan farveg um Tálma og sá …
Hítará fann sér fljótlega nýjan farveg um Tálma og sá farvegur er á þessari mynd að verða til. Myndin var tekin nokkrum dögum eftir að Skriðan féll. Ljósmynd/Mihails Ignats

Orri Dór Guðnason leigutaki Hítarár segir það mikið gleðiefni að laxateljarinn hafi talið hátt í tvö hundruð fiska sem fóru þar í gegn í sumar. „Þetta hefur verið staðfest af Vaka sem sér um teljarann. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir og og veiðin í Hítará II í sumar og Grjótá var ríflega hundrað laxar og um fimmtíu bleikjur. Svæðið er uppselt fyrir næsta sumar og mér telst til að um áttatíu prósent þeirra sem veiddu það í sumar ætli að koma aftur,“ sagði Orri Dór í samtali við Sporðaköst.

Heildarveiðin í sumar var 548 laxar og er það vel viðunandi miðað við það sem á undan er gengið. Í fyrra var veiðin rétt rúmlega fimm hundruð laxar. Töluvert fall varð hins vegar í veiðinni sumarið 2019, þegar áhrifa skriðunnar gætti sem mest.

Sjálft skriðuárið 2018 kom veiðin mönnum á óvart en þá veiddust 632 laxar.

Framtíð nýja farvegsins er þó ekki enn útkljáð þar sem Fiskræktarsjóður eyrnamerkti á sínum tíma sextíu milljónum króna til þeirrar framkvæmdar að grafa gegnum skriðuna og endurheimta gamla farveginn. Sporðaköst hafa ekki upplýsingar um hvort sú framkvæmd sé enn á teikniborðinu. En ljóst er að laxinn er að komast sína leið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert