Ný stjórn FUSS, Félag ungra í skot- og stangveiði var kosin á aðalfundi félagsins um helgina. Mikill hugur er í stjórnarmönnum og fjölmargir viðburðir verið skipulagðir ásamt því að bjóða upp á margar og ólíkar veiðiferðir fyrir félagsmenn.
Í fréttatilkynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér má glögglega sjá þann mikla hug sem býr í stjórnarmönnum.
„FUSS er félag fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur áhuga á skot- og stangveiði. Tilgangur félagsins er að búa til góðan félagsskap þar sem allir eru velkomnir, auka aðgengi að veiðileyfum á betri kjörum og halda námskeið þar sem félagsmenn geta sótt sér aukna þekkingu og reynslu. Markmið félagsins voru mikið rædd á fundinum og má þar nefna þau helstu: opna félagið, bjóða upp á fjölbreyttar ferðir með góðu verðbili, tengja landshluta enn frekar, auka hlutdeild kvenna, kynna félagið og veiðina fyrir yngra fólki með því að heimsækja framhaldsskóla.
„Við viljum vera félag fyrir alla, þar sem allir eru jafnir og ekki til neitt sem heitir keppni. Meðlimir geta mætt á viðburði og fundist þeir velkomnir, engar spurningar eru heimskulegar spurningar“
Framtíð félagsins er björt og hefur stjórnin nú þegar skipulagt ferðir sem fara í sölu í vikunni, þar má nefna: Laxá í Aðaldal, Mýrarkvísl, Ófærur, Litluá, Fnjóská, Norðurá, Blöndu, Svartá og útihátíð. Í skotveiði verða svartfuglsferðir, rjúpnaferðir, skotæfingar, námskeið í verkun og ýmislegt fleira er í vinnslu,“ segir í tilkynningu frá FUSS.
Uppfærsla stendur yfir á heimasíðu félagsins en áhugasamir geta skráð sig í félagið á www.fuss.is
Nýja stjórn félagsins skipa:
Formaður: Helga Kristín Tryggvadóttir
Varaformaður: Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson
Meðstjórnendur í skotveiðistjórn: Birkir Örn Erlendsson, Bryndís Hinriksdóttir, Daníel Ingi Kristinsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Guðmundur Hreiðar Björnsson og Jóhann Helgi Stefánsson.
Meðstjórnendur í stangveiðistjórn: Gissur Karl Vilhjálmsson, Gylfi Kristjánsson, Hera Katrín Aradóttir, Magni Þrastarson, Markús Darri Maack og Sólon Arnar Kristjánsson.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |