Fyrstu laxarnir mættir í Kjósina

Agnar Þór Guðmundsson með fyrsta laxinn úr Laxá í Kjós …
Agnar Þór Guðmundsson með fyrsta laxinn úr Laxá í Kjós 2020. Laxinn tók SunRay á Fossbreiðunni. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu laxarnir sáust í Laxá í Kjós skömmu eftir kvöldmat í kvöld. Það var Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður sem sá þá og staðfesti við Sporðaköst að hann hefði séð tvo nýrunna fiska. á bilinu átta til tíu pund. 

„Þeir lágu utan í grjóti neðarlega í Laxfossi að sunnanverðu,“ sagði Sigurberg. Hann sendi mynd til staðfestingar og þar sjást báðir fiskarnir. Við birtum hér skjáskot af Laxfossi að sunnan og þar sést annar þeirra greinilega, þar sem rauði hringurinn er. Nokkur snjóbráð er í Kjósinni og aðeins litur, þannig að erfitt er að greina laxinn.

Sigurberg sendi okkur myndband sem hann tók upp á síma og þar staðfestist að laxinn er mættur. 

Þetta er hefðbundinn tími þar sem fyrstu laxarnir sjást, en Haraldur Eiríksson leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst fyrr í mánuðinum að búast mætti við þeim fyrstu 23. til 24. maí.

Fyrstu laxarnir sjást oftast í Kvíslarfossi eða í Laxfossi eins og nú er raunin. Veiðimenn geta nú andað léttar. Hann er mættur. (Staðfest.)

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert