Laxveiðin hófst í Urriðafossi klukkan átta í morgun. Stefán Sigurðsson leigutaki tók fyrsta rennslið með maðkinum í veiðistaðnum Huldu.
Hann þurfti ekki að bíða lengi og landaði fallegum laxi eftir stutta stund. „Hún er sjö mínútur yfir,“ kallaði Harpa Hlín Þórðardóttir þegar Matthías sonur þeirra háfaði laxinn.
Laxveiðitímabilið er sagt hafið og það með bravör.
Fréttin verður uppfærð.