Flott stórfiskaopnun í Laxárdal

Skemmtilegt augnablik í Laxá í Laxárdal. Þarna er 65 sentímetra …
Skemmtilegt augnablik í Laxá í Laxárdal. Þarna er 65 sentímetra urriði að leggja í sporðadans við Geir Brynjólfsson. Myndin var tekin í júlí 2020. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson

Opnunarhollið í Laxárdalnum fyrir norðan lauk veiðum á hádegi í dag og stóð algerlega undir væntingum. Hollið skilaði veiði upp á 64 fiska en tveir þriðju af aflanum voru fiskar yfir sextíu sentímetra. Laxárdalurinn hefur verið þekktur fyrir að gefa stærri urriða að jafnaði en Mývatnssveitin sem er fyrir ofan Laxárdalinn.

Það er líka þekkt staðreynd að oft er magnið meira upp frá en Laxárdalurinn er kynngimagnað urriðasvæði. Í aflanum voru sex fiskar sem voru sjötíu sentímetrar eða stærri. Sá stærsti í opnunarhollinu mældist 74 sentímetrar.

Af veiðistöðum sem voru að gefa vel er Halldórsstaðahólmi nefndur til sögunnar á facebooksíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur í frétt af opnunarhollinu. Fimm af þessum stærstu veiddust í Halldórsstaðaflóa. Þá voru Kletthólmi og Nónvik einnig að gefa góða veiði.

Það hafa veiðst fleiri fiskar í opnun í Laxárdalnum en þessi meðalþyngd er hreint út sagt frábær og eins og einn grínistinn komst að orði þá er meðal stærðin orðin meiri en í laxveiðiánum í Borgarfirði.

Eins og við höfum sagt frá þá opnaði Mývatnssveitin með miklum látum og hátt í fimm hundruð urriðar veiddust í opnunarhollinu. Þá hafa Torfurnar nokkuð fyrir neðan Laxárdalinn einnig verið að gefa góða veiði. Framunda er áhugavert sumar í urriðanum í Laxá, hvað sem gerist svo neðar í ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert