Fyrsti lax úr Mýrarkvísl snemma á ferð

Brian með fyrsta lax sumarsins úr Mýrarkvísl. 85 sentímetra hængur. …
Brian með fyrsta lax sumarsins úr Mýrarkvísl. 85 sentímetra hængur. Þetta er mjög snemmt en þó ekki einsdæmi í kvíslinni. Ljósmynd/Daniel Montecinos
Fyrsti laxinn í Mýrarkvísl veiddist í morgun. Það var bandaríski veiðimaðurinn Brian Moore sem setti í fiskinn og landaði honum með dyggri aðstoð leiðsögumannsins Daniel Montecinos. Þessi íturvaxni hængur veiddist í Grófarpolli sem er veiðistaður númer níu í Kvíslinni.
Óhætt er að segja að Brian og Daniel hafi ekki beinlínis átt von á laxi enda var flugan sem kastað var andstreymis í Grófarpoll, Pheasant Tail númer sextán.
Þetta var alvöru slagur enda tók hængurinn púpu númer 16.
Þetta var alvöru slagur enda tók hængurinn púpu númer 16. Ljósmynd/Daniel Montecinos
Matthías Þór Hákonarson, leigutak sagði þetta mjög snemmt fyrir fyrsta laxinn. „Yfirleitt sjáum við ekki fyrsta laxinn í kvíslinni fyrr en um miðjan júní og þá er það yfirleitt hrygna en við höfum samt nokkrum sinnum áður séð laxa svona snemma,“ sagði Matthías Þór í samtali við Sporðaköst.
Hann sagði laxinn hafa verið þykkan og í góðum holdum. Sérstaka athygli vakti að um tveggja ára hæng var að ræða. Verður spennandi að fylgjast með framhaldinu á vatnasvæðinu öllu, en Mýrarkvísl sameinast Laxá í Aðaldal og ferðast þær saman síðasta spölinn til sjávar.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert